Ábending til blindra og sjónskertra sem enn hafa ekki kosið

Kæru félagar,

 

Kjörseðilllinn í ár er nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur að því leyti að hann er mjög langur.

Blindraletrið sem greinir bókstaf flokkanna er efst á seðlinum fyrir neðan viðkomandi reit. En það er svo dauft að ég ímynda mér að ýmsir, sem eru með skert skyn í fingrum eigi erfitt með að lesa úr því.

Mig minnir að hið sama hafi verið upp á teningnum við síðustu Alþingiskosningar. Þá var vakin athygli á þessu.

Blindraletrið er í raun svo dauft að ástæða er að staldra við og kanna hvort rétmætt væri að kæra kosningar vegna ófullnægjandi kjörgagna.

Ég geri ráð fyrir að Kassagerðin hafi þrykkt blindraletrinu á spjöldin. Þeir hljóta að hafa yfir betri búnaði að ræða til þess að skerpa punktana ögn.

Fróðlegt væri að fá umræðu um þetta hér á Blindlist. Hvernig fara þeir að sem lesa hvorki blindraletur né sjá listabókstafina?

Bestu kveðjur,

Arnþór Helgason

 

 

-- 
---

Arnþór Helgason, 
Vináttusendiherra/Friendship Ambassador
Formaður/chairman
Kínversk-íslenska menningarfélagsins
Icelandic Chinese Cultural Society
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Sími | Phone: +354 5611703
Farsími | Mobile: +354 8973766
arnthor.helgason@simnet.is
arnthor.helgason@gmail.com
kim@kim.is

http://kim.is
http://arnthorhelgason.blog.is
http://hljod.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband