Í morgun gagnrýndi Bjarni Benediktsson þau ummæli Katrínar Jakobsdóttur að staða Ríkissjóðs væri þrengri en búast mætti við. Það vakti jafnframt athygli að Benedikt Jóhannesson tók undir þessi ummæli og sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Alþingi hefði farið óvarlega í lagasetningum undir þinglok (túlkun undirritaðs).
Í umræðuþætti Rásar tvö á sunnudagsmorgun var þeirri skoðun varpað fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri orðinn einangraður og skynjaði ekki þann öldugang sem nú er í þjóðfélaginu. Getur verið að sú einangrun eða firring komi einni í ljós þegar hann hefur lýst stöðu Ríkissjóðs að undanförnu?
Þótt Bjarni segi að skattatekjur aukist um 10 milljarða á næsta ári telur Benedikt að staðan sé jafnvel tugum milljarða verri en menn hafa haldið.
Þetta minnir óþægilega á þá umræðu sem varð á fundi sem Viðreisn boðaði til í aðdraganda kosninganna og fjallaði um hugmyndir um myntráð. Þá var dregin upp mynd af 5 ára fjármálaáætlun Alþingis þar sem framlög til vegamála voru tekin sem dæmi um óraunsæjar hugmyndir og stæðist áætlunin vart skoðun þegar hún væri athuguð nánar.
Því miður hefur ótal margt verið flausturslegt og unnið af lítilli gjörhygli eða mikilli vanþekkingu á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eitt dæmið er vanrækslan í uppbyggingu innviða samfélagsins, stytting framhaldsskólanáms sem skilar takmörkuðum árangri (lengir jafnvel háskólanámið sem því nemur), innheimta komugjalds eða aðrar aðferðir til þss að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar o.s.frv. Þar sýndi Alþingi af sér hversu þingið var lítils megnugt og jafnvel þingmenn, sem hafa talið sig fremur skynsama, fóru á flug vegna furðulegra hugmynda um helgan rétt hér og þar o.s.frv.
Það er nú ljóst að mikið reynir á formenn þeirra flokka sem nú sitja á rökstólum ef skynsamleg niðurstaða á að nást.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.11.2016 | 14:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.