Ég mæli með að fólk gefi sér tíma til að lesa þennan tæknipistil.
Fyrir skömmu kom út nýleg útgáfa Íslandsbanka-forritsins fyrir Android-síma.
Í fyrri útgáfu voru ómerktir hnappar sem gerðu að verkum að notagildi þess fyrir þá sem reiða sig á blindraletur eða talgervil var ófullnægjandi. Til dæmis var illmögulegt að millifæra en mjög fljótlegt að greiða reikninga - mun einfaldara en í tölvuviðmóti bankans.
Þann 19. þessa mánaðar fór ég í eitt af útibúum bankans of fékk aðstoð við að setja upp bankaforritið (appið) og þá kom heldur betur babb í bátinn. Verður nú gerð grein fyrir því stórslysi sem orðið hefur í þessari nýju útgáfu.
1. Þegar forritið er ræst í símanum koma upp tölustafir sem menn eiga að nota til að skrifa fjögurra stafa öryggisnúmer. Þegar tölustafirnir eru snertir á síma sem er með skjálesara og talgervli birtir talgervill einungis orðin Pin button winstyle og verða menn því að fikra sig og telja vandlega hnappana til að hitta á réttar tölur. Þarna er notendum talgervla mismunað gróflega.
2. Þegar tekst að opna netbankann koma upp nokkrir möguleikar (nöfn reikninga o.s.frv.)
3. Þegar skoða skal yfirlit reiknings kemur mánuðurinn fram. Þegar fingri er strokið yfir skjáinn titrar hann öðru hverju. Sé stutt á titringssvæðið koma upplýsingar um tiltekna aðgerð s.s. millifærslu. Það er með öðrum orðum engin hljóðsvörun við hnappana.
4. Útilokað virðist vera blindu eða sjónskertu fólki að nýta forritið til millifærslna eða greiðslna þar sem talgervill birtir engar upplýsingar.
5. Þá er ýmis sóðaskapur vaðandi uppi svo sem að stundum eru reikningar kallaðir því nafni en öðru hverju accounts. Því hlýtur að læðast að manni sú hugmynd að þarna sé um fremur lélega þýðingu á erlendu forriti að ræða og alls ekki hafi verið hugað að aðgengi.
Íslandsbanki hafði á sínum tíma forystu um aðgang blindra og sjónskertra að bankanum. Átti þar hlut að máli ungur Seltirningur, Einar Gústafsson, sem hafði lagt stund á tölvunarfræði í Bandaríkjunum með sérstakri áherslu á aðgengi. Nú virðist sú þekking vera næsta takmörkuð hjá Íslandsbanka.
Þeim fer nú fjölgandi sem gerast gamlir og daprast sjón, en hafa fullan hug á að halda áfram að nota tölvur og snjallsíma eins og áður. Með þessari útgáfu bankans á snjallsímaforritinu er þessum hópi gefið hreinlega langt nef.
Svo virðist sem þetta hafi komið þeim starfsmanni bankans, sem hefur umsjón með aðgengismálum, í opna skjöldu og hefur hann lofað bót og betrun. Greinilegt er að þeir, sem hafa tekið hönnun þessa hugbúnaðar að sér hafa litla sem enga þekkingu á því hvað aðgengi að vefviðmóti er. Hvernig skyldi kennslu háttað á þessu sviði hér á landi?
Þeir tölvunarfræðingar sem kunna að lesa þennan pistil ættu að gera sér grein fyrir að snjallsímar og tölvur eru nú hönnuð með notagildi flestra ef ekki allra í huga. Hið sama á að gilda um forritin.
Íslendingar skera sig nú úr vegna óaðgengilegra forrita eða gerðu til skamms tíma. Ein skemmtileg undantekning er smáforritið "Taktu vagninn" sem nýtist bæði blindum og sjáandi. Hver skyldi skýringin vera?
"Ég fylgdi bara viðurkenndum stöðlum," sagði hönnuðurinn við höfund þessa pistils. Hvaða staðla smiðgengu verktakar og starfsmenn Íslandsbanka?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Tölvur og tækni, Vefurinn | 21.12.2016 | 17:59 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.