Allir góðgjarnir menn óska fólki farsældar í nýju starfi. Í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar læðast þó Nokkrar áhyggjur að ýmsum sem hafa fylgst með gangi mála hér á landi.
Í dag hitti ég vel menntaða konu sem fluttist hingað til lands í lok síðustu aldar. Flúði hún spillingu og erfið lífskjör í heimalandi sínu og hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt.
Fellur henni margt vel hér á landi en er ómyrk í máli um spillinguna sem þrífst.
"Hvernig getur það verið," spurði hún, "að maður leyni skjali sem hann heldur að geti haft áhrif á kosningarnar, ljúgi svo um tilurð þess, sé staðinn að verki og biðjist þá afsökunar? Og samt verður hann forsætisráðherra!" Hún sagði að þetta ásamt verðtryggingunni pirraði sig óskaplega og ylli því að henni liði orðið illa hér á landi.
Hún færði rök fyrir því að verðtryggingarákvæði bankanna væru ógegnsæ og engar viðhlítandi skýringar fengjust frá bönkunum og að hækkun lánanna væri í engu samræmi við verðlagshækkanir að undanförnu. Finnst henni merkilegt að Íslendingar sitji hjá aðgerðalausir og reyni ekki einu sinni að kæra verðtrygginguna til mannréttindastóls Evrópu eða EFTA-dómstólsins.
"Ef landar mínir og Íslendingar tækju sig nú til og samræmdu stjórnkerfi landanna kæmi sjálfsagt eitthvað undarlegt út úr þessari blöndu. Hjá þjóð minni er allt í kaldakoli - mikil spilling og hver stelur sem best hann getur. Hér á landi skila menn ekki sköttum, þeir sem eru auðugir stela undan fjármunum og menn ljúga hver um annan þveran. Samt er efnahagsástandið sæmilegt en þó þannig að níðst er á þeim sem minnst eiga, svo sem barnafjölskyldum, fötluðu fólki og öldruðu. Þetta getum við gert og finnst ekkert athugavert við það því að við búum á eyju og enginn getur skipt sér af því hvernig við högum okkur."
Þetta þótti mér býsna sérstök ræða og athyglisvert. Sitthvað sagði konan fleira og þótti mér sem hún greindi prýðilega ýmsa bresti í íslensku samfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.1.2017 | 15:38 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég óska þessari konu góðrar ferðar heim til sín.
Mál það sem þessi ágæta kona lætur fara í ranann á sér er uppásið mál af uppblásurum.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.1.2017 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.