Breska ríkisútvarpið hefur yfirleitt haft orð á sér fyrir hlutlægni. Öðru hverju bregður þó fyrir gamansömum athugasemdum sem varða við hlutdrægni.
Um þessar mundir greina sérfræðingar einkum gerðir Bandaríkjaforseta og í morgun var það Múrinn mikli - eitthvert mesta mannvirki sem ráðist verður í frá smíði Múrsins mikla í Kína sem stóð yfir í rúm 270 ár.
Það gerir sérfræðingum nokkuð erfitt fyrir að forsetinn núverandi lýsir múrnum á ýmsa vegu og enginn veit hvað upp snýr.
Nýjasta lýsingin er þessi:
Múrinn verður 3.200 km langur.
Hann verður 10 metra hár.
Ekki er vitað hvort hann verður hlaðinn úr tigulsteinum eða gerður úr sementi.
Mexíkóskt fyrirtæki, Semex, sem starfa báðum megin landamæra Mexíkós og Bandaríkjanna hefur veðjað á sement og hafa nú hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 200%.
En ýmis teikn eru á lofti um að múr þessi verði aldrei eða seint að veruleika.
1. Landslagið á landamærunum er margþætt, fjöll og firnindi, ár, mýrlendi og móar.
2. Þá er ekki allt landið í eigu hins opinbera. Ríki, sveitarfélög, frumbyggjaþjóðir, fyrirtæki og einstaklingar skipta með sér landinu. Því er talið að mörg dómsmál spretti vegna fyrirhugaðra framkvæmda við múrinn og geti málaferlin tafið byggingu hans um heilan mannsaldur.
3. Enginn veit með vissu hvað múrinn kostar. Heyrst hefur talan 14 milljarðar Bandaríkjadala og má margfalda þá upphæð með 120 til þess að reikna út krónufjöldann. Talið er að slík útgjöld kunni að standa í fjárveitingavaldinu bandaríska.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | 26.1.2017 | 14:12 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.