Enn hafa fulltrúar Lýðræðislega lýðveldisins Kóreu, eins og það heitir, skotið eldflaug á loft og fór hún yfir Norður-Japan.
Kjarnorkuvopn eru ógnun við tilvist mannkyns. Sjálfskipaður útvörður frjálsra þjóða er sá eini sem beitt hefur kjarnorkuvopnum.
Fjöldi ríkja hefur margsinnis lagt fram tillögur á allsherjarþingi SÞ um algert bann við kjarnorkuvopnum og þar á meðal hið lýðræðislega lýðveldi af öllum löndum. Bandaríkjamenn hafa farið offari gegn slíkum tillögum og Íslendingar fylgt þeim sem hundar í bandi.
Fylgispekt Íslendinga við Bandaríkin hefur einatt verið með ólíkindum. Þannig urðu þeir síðastir Norðurlanda til þess að greiða aðild Kínverska alþýðulýðveldisins að SÞ atkvæði og til þess þurfti vinstri stjórnina árið 1971.
Bandaríkjamenn eru hvarvetna með blóðslóðina á eftir sér og hið sama má segja að nokkru leyti um Rússa. Nú síðast hefur Bandaríkjaforseti ákveðið að fjölga hermönnum í Afganistan.
Bandaríkjamenn bera litla virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða samanber síðustu hótanir gagnvart Venesúela sem þarf á öllu öðru að halda en slíkri afskiptasemi.
Bandaríkjamenn hafa virt að vettugi ýmsa alþjóðasamninga og ekki staðfest þá.
Syndaregistur þeirra er langt og skal hér látið staðar numið. Því miður má rekja allt of margt sem miður fer í veröldinni um þessar mundir til skefjalausrar fyrirlitningar Bandaríkjanna á öðrum þjóðum. Er það miður vegna þeirra ótvíræðu kosta sem margt í stjórnarfari þessa ríkis ber vott um.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 29.8.2017 | 08:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.