Hverja verndar bankaleyndin?

Haustið 2007 fór að berast orðrómur úr bönkunum þess efnis að haft væri samband við valda viðskiptavini og þeim bent á að forða fjármunum sínu í öruggara skjól. Fjárfestir nokkur sagði mér fyrst frá þessu. Viðbrögð hans voru reiði og hætti hann viðskiptum við bankann.

Sjálfur fékk ég upphringingu frá sama banka vegna fjárreiðna móður minnar. Hefðum við farið að ráðum drengsins hefði hún misst nær allt sitt.

Það var greinilegt að tvennt var í gangi: aðstoð við vildarvini og græðgi í almennan sparnað viðskiptavina sem bankar vildu flytja í áhættumeiri fyrirtæki.

Það sem nú hefur verið bannað er hætt við að vindi upp á sig og aðgerðir Glitnis heitins verði til að skaða orðstír þeirra sem í hlut áttu enn meira en orðið er.

Opin umræða er skárri en boð og bönn.

Bankaleynd á að heyra sögunni til hvar sem er í heiminum.

Fjárfestingar eiga ekki að flokkast undir myrkraverk.

Stjórnmálaafskipti og fjárgróðastarfsemi eiga ekki saman.

Hvenær ætla sumir a' koma hreint fram í sínum málum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þú ert greinilega að tala um Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð.

Sæmundur Bjarnason, 17.10.2017 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband