Brimskaflar brotna á forsætisráðherra

Þegar eru brimskaflarnir farnir að brotna á forsætisráðherra.
Eftirlitsnefnd Alþingis er með mál dómsmálaráðherra til athugunar og það getur orðið upphaf ferlis sem undir öllum kringumstæðum nema hér á landi getur leitt til afsagnar ráðherrans. Verði hún neydd til að segja af sér getur hugsast að grátkór fari af stað og harmi aðför að konum. En minnumst þess að Albert Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson voru knúnir til að segja af sér og reyndar einnig Hanna Birna.

Þá er það kjararáð og dómar þess.
´Vesaldómur Alþingis hefur verið algjör í þessu máli og er tími til kominn að ráðið verði lagt niður.

Í raun réttri er hægt að búa svo um hnútana að forsendur verði til þess að laun hækki miðað við tilteknar forsendur. Þá eiga aldraðir og fatlað fólk að fylgja með í slíkri þróun auk þjóna kirkjunnar ef þeir verða áram á framfæri hins opinbera.
Orð forsætisráðherra um endurskoðun málefna fatlaðra valda nokkrum áhyggjum. Sporin hræða. Síðast þegar alvörutilraun var gerð til þess að koma skikki á málefni fatlaðra svo að nokkru næmi brá Alþýðuflokkurinn fæti fyrir væntanlegt frumvarp og hafði þó fulltrúi hans í nefndinni einungis sótt einn eða tvo fundi það rúma ár sem nefndin starfaði.
Nú verður að fara að hreinsa til eftir óstjórn síðustu ríkisstjórna í þessum málaflokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband