Ég varð fyrir óþægilegri reynslu í gær, miðvikudaginn 13. ágúst.
Í gær gekk ég meðfram Kaplaskjólsvegi og heyrði að á móti mér kom þjótandi hjólreiðamaður. Ég taldi augljóst að hann hlyti að víkja, en það gerði hann ekki heldur lenti með framhjólið á hvíta stafnum og þeyttist út á götu. Hann datt sem betur fer ekki en sendi mér tóninn og ég svaraði því að hann þyrfti að gæta að hvar hann færi.
Þetta er enn eitt dæmið um makalausa ósvífni hjólreiðamanna á gangstéttum sem fólk hefur einnatt greint frá og ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir.
Það virðist vera að gangandi vegfarendum, jafnt blindum sem óblindum, sé lengur varla fritt á gangstéttum og stígum höfuðborgarsvæðisins þar sem allt of margir hjólreiðamenn skeyta engu um merkingar og viðurkenndan rétt gangandi fólks.
Ég geng stundum mér til ánægju um þriggja km leið frá heimili mínu eftir Suðurmýri, norður Grænumýri, um Frostaskjól, meðfram KR-vellinum að Grandavegi út á Meistaravelli og þaðan út á Kaplaskjólsveg. Eftir honum fer ég að gatnamótum Nesvegar og enda svo við heimili mitt um 800 m fyrir vestan gatnamótin.
Þegar ég hætti mér út á Seltjarnarnes og geng hringinn þýtur hjólreiðafólk framhjá án þess að gera vart við sig. Þeir sem nota bjöllu til að gera gangandi fólki viðvart virðast í miklum minnihluta.
Hið sama er um göngu- og hjólreiðastíginn meðfram Ægisíðunni. Þar hjóla margir á göngustígnum og virða engar merkingar.
Þeir sem þannig hegða sér koma óorði á þá sem virða gildandi reglur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.8.2018 | 13:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.