Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, sem stóð í 10 tíma, var meðal annars rætt um loftgæði í Reykjavík.
Fyrir nokkrum árum snerist umræðan um að vindurinn blési vonda loftinu burtu og því þyrftum við engar áhyggjur að hafa. . Þeir sem eitthvað hugsuðu vissu vel að meingunin fór þá eitthvert annað.
Ég minnist þess að á 7. áratugnum fengum við Íslendingar stundum heimsókn frá meingaða andrúmsloftinu í Evrópu og í Vestmannaeyjum bar stundum við að móða kom á bláleitan himininn. Mér er enn minnisstætt þegar ég fór fyrst til Bretlands með Gullfossi árið 1969 hvernig andrúmsloftið gjörbreyttist þegar við sigldum inn í Norðursjó. Að vísu sá ég ekki móðuna sem allir um borð töluðu um en ég fann óþefinn.
Hhugsandi fólk vissi að þótt meingaða loftið í Reykjavík fyki burtu yrði meingunin eftir í andrúmsloftinu.
Þegar farið er um götur Reykjavíkur á reiðhjóli fer ekki framhjá hjólreiðafólki hvað meingun af völdum sprengihreyfla er mikil. Skiptir þá engu hvort um er að ræða dísil eða bensín. Á annatímum verður meingunin slík að hjólreiðafólk forðast tiltekin svæði.
Síðdegis sunnudaginn 2. þessa mánaðar lögðum við hjónin land undir hjól, fórum hring um Seltjarnarnesið og þaðan út í Effersey. Á leiðinni heim, þegar við hjóluðum með goluna í fangið, var meingunin átakanleg. Heldur dró þó úr henni þegar komið var aftur út á Seltjarnarnes, en þar var minni umferð og þó vottaði fyrir bensín- og olíustybbu.
Það verður mikil heilsubót af því þegar sprengihreyfilsbílum fer að fækka og aðrir orkugjafar taka við.
Höfundur ferðast um ásamt eiginkonu sinni á rafbíl eða tveggja manna hjóli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Umhverfismál | 5.9.2018 | 17:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.