Skrumskæling eða skemmtun?

Auglýsingastofum tekst stundum að skemmta fólki með ýmiss konar orðaleikjum. Heldur virðist hafa fjarað undan þessari leikfimi.
Nú er orðið í tísku að breyta nafnorðum í sagnorð:
Hjá hverjum tankarðu bílinn þinn?
Með hverju ætlarðu að dekka bílinn þinn?
Annað afbrigði:
Það borgar sig að dekkja bílinn með ......

Hugsanlegt er að þolfallið bjargi þarna einhverju og að því þurfa þá foreldrar að hyggja?
Ætli menn eigi eftir að heyra spurningar og svör eins og þessi?

Ég þarf að brjósta barnið - barninu!
Viltu ekki drekkja barninu - eða Viltu ekki drekka barnið?

Svona mætti lengi telja en verður hér látið staðar numið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband