Fasbókin nýtti til níðskrifa

Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðing og v. hæstaréttardómara. Fjallar hann þar um fasbókarsvæðið „Karlar gera merkilega hluti“.
Samkvæmt greininni virðist helsta markmið svæðisins að ata hann auri.
Ef rétt er að kona hafi stofnað síðuna og að einkum konur tjái sig þar um persónu lögfræðingsins, eins og greinin fjallar um, verður að segjast sem er að síða þessi er aðstandendum ekki til neins sóma. Gífuryrði og niðrandi ummæli ásamt viðeigandi munnsöfnuði eru engum til sóma. Þetta er galli fasbókarinnar. Oft reynist erfitt að halda uppi rökræðum um málefni líðandi stundar þar sem einatt verða einhverjir til þess að spilla þeim með gífuryrðum og málsóðaskap.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það má bæta því við að samkvæmt grein JSG eru rökræður hreinlega bannaðar á þessari síðu. Þá er eðlilegt að einungis fábjánar tjái sig þar.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2018 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband