Hvað eru menn að hugsa?

Á undanförnum misserum hefur margoft komið fram að íslenska vegakerfið sé komið að þolmörkum. Leidd hafa verið rök að því að nauðsynlegt sé að leggja á vegatolla til þess að fjármagna umbætur víða um land.

Þá er vitað að innan skamms þarf að ráðast í gerð nýrra Hvalfjarðarganga þar sem umferð um göngin nálgast þolmörk.

Hvað var því til fyrirstöðu að innheimta áfram gjöld a þeim sem aka þessi göng og safna þannig í sarpinn?

Ísland er fámennt land og því eru litlar líkur á að stór og öflug fyrirtæki, sem starfa á heims vísu hafi áhuga á að leggja fé í íslenska vegakerfið. Víða erlendis hafa stórfyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði og innheimta kostnað að mestu með vegatollum. Íslendingar, sem sjá ofsjónum yfir vegagjöldum, virðast nógu framtakslitlir til að svæfa slíka umræðu og halda því áfram að vera með ónýtt þjóðvegakerfi.

Ætla menn að halda áfram að tjasla í holu þar og holu hér? Skýrasta dæmið um hægaganginn er Berufjörðurinn og framkvæmdirnar þar.

Nú þurfa samgönguráðherra og Alþingi að taka á honum stóra sínum og láta verkin tala.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband