Ótrúlegt miskunnarleysi íslenskra yfirvalda

Það er einatt þyngra en tárum taki að fylgjast með því hvernig íslensk yfirvöld meðhöndla flóttafólk sem er ekki sérstaklega boðið til landsins.
Fólki er vísað úr landi með smábörn og engu skeytt hvað um það verðuur.
Sum þeirra landa sem íslensk stjórnvöld telja örugg eins og Írak og Íran, eru það svo sannarlega ekki. Kúrdar eiga sér ekkert föðurland og hafa þeir barist áratugum saman fyrir sjálfsögðum mannréttindum þeirra. Stórveldin hafa hins vegar ákveðið hvernig Kúrdar eiga að haga sér og láta sér í léttu rúmi liggja þótt sögur um ofsóknir á hendur Kúrdum og öðrum þjóðernum berist manna og milli og fjölmiðlar fjalli um þær.
Heimsmenningin hefur orðið til vegna flutninga fólks landa á milli.
Grikkir eru taldir ein elsta menningarþjóð Evrópu og þar er enn grísk menning þótt landið hafi hundruðum eða þúsundum árum saman verið vettvangur einhverra mestu landflutninga sögunnar.
Nú þegar þjóðir heims horfast í augu við hlýnandi loftslag og afleiðingar þess, hljótum við að spyrja hver sé réttur þjóða til að loka landamærum sínum fyrir fólki á vergangi.
Íslendingar þurfa á erlendu fólki ef hægt á að vera að halda uppi íslensku velferðarkerfi. Þetta veit fólk sem á ættingja á elli- og hjúkrunarheimilum og þetta vita einnig þeir sem þurft hafa á sjúkravist að halda.
Hver hefði ábyrgð Íslendinga orðið ef barn hjónanna, (eða eru þau hjónaleysi) hefði andast á hrakhólum vegna ónógrar hjúkrunar?
Ísleningar ættu einhvern tíma að lesa söguna um miskunnsama Samverjan. Hann var hvorki kristinn né Gyðingur og sennilega allt of skynsamur til að ánetjast trúarbrögðum sem byggja á Guðs lögum sem mennirnir hafa samið og halda áfram að semja í gríð og ergi til þess að bjarga eigin sáluheill.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband