Á un danförnum árum hafa nýir dagskrárgerðarmenn komið til sögunnar hjá Ríkisútvarpinu. Þeir eru misjafnir eins og gengur, en margt ágætt og nýtískulegt hefur komið frá sumum þeirra.
Þegar ég hóf að vinna fyrir útvarpið árið 1973 voru yfirleitt sendir tæknimenn dagskrárgerðarmanninum til halds og trausts. Út úr því kom einatt margt skemmtilegt. Vegna eðlis starfsins fór þó svo að við tvíburarnir fórum að taka viðtöl án afskipta tæknimanna, en þeir sáu síðan um að klippa efnið samkvæmt tilsögn okkar. Þá má geta þess að við urðum fyrstir til að nota snældutæki til slíkra hljóðritana. Þegar við tilkynntum að við vildum nota slík tæki fór allt á annan endann, en að lokum féllst yfirmaður tæknideildarinnar á þetta eftir að tæknimenn höfðu mælt með því.
Því var haldið fram að hvergi á byggðu bóli væru menn svo vitlausir að nota slík tæki fyrir útvarp. Síðar komst ég að því að Nagra-fyrirtækið, sem framleiddi þessi níðþungu og traustu segulbandstæki sem útvarpið notaði, fór að framleiða fréttamannatæki upp úr 1970 og var þar notast við hljóðsnældur.
Nú virðist þetta heyra sögunni til. Dagskrárgerðarmenn fara út um víðan völl einir síns liðs og síðan sjá sumir þeirra um að klippa til efnið sjálfir. Í raun ættum við að tala um snyrtingu, því að skærin eru löngu af lögð.
Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að tæknimaður á vettvangi hefði getað aðstoðað óreyndan dagskrárgerðarmann þannig að viðtöl hefðu skilað sér betur og kringumstæðurnar eða umhverfið skilað sér til hlustenda.
Breska ríkisútvarpið, BBC, sendir iðulega tæknimenn með dagskrárgerðarfólki og verður þá einatt til mjög skemmtileg víðóms-hljóðmynd sem hefur þáttargerðina oft á hærra stig, einkum ef hlustað er í víðómi.
Mikill munur er á fjölmennum útvarpsstöðvum og íslenska ríkisútvarpinu og samanburður því hæpinn. En margir nýir dagskrárgerðarmenn standa sig með mestu prýði og eiga hrós skilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.11.2018 | 10:45 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.