Í Morgunútgáfu Rásar eitt var í morgun athyglisvert viðtal við starfsmann Landsvirkjunar um rafmagnsframleiðslu hér á landi. Tilefnið var þriðji orkupakki Evrópusambandsins sem ríkisstjórnin virðist ætla að fá Alþingi til að staðfesta.
Í spjallinu kom fram að Landsvirkjun seldi erlendum fyrirtækjum sérstök skírteini þar sem vottað er að rafmagnsframleiðslan sé vistvæn - græn - þótt hún sé framleidd með kolum eða kjarnorku.
Þegar þeir Óðinn og Björn spurðu nánar kom í ljós að hér er um svo kallaða kvótasölu að ræða. Landsvirkjun selur skírteinin fyrir of fjár og fær því aukið fé til þess að framleiða meiri orku:
Þannig kemur fram í ýmsum heimildum að rabílar á Íslandi séu knúðir orku sem er framleidd með jarðefnaeldsneyti eða jafnvel kjarnorku og undirrituðum skilst að jafnvel hafi áður fyrr verið tekið fram á sundurliðun orkureikninga hversu mikla kjarnorku menn greiddu fyrir.
Þetta kvótaframsal losunarheimilda hefur löngum verið umdeilt og er ír raun aðför gegn vistkerfi heimsins. Með þessu móti geta reykspúandi verksmiðjur haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist vegna þess að þjóðir eins og Íslendingar, sem eiga talsvert af hreinni orku, selja aflátsbréf á okurverði eins og páfarnir, sem þurftu að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar í Róm á öldum áður.
Íslendingar eiga að hætta þessum "kjánaskap" og láta aðra standa við þær skuldbindingar sem felast í Parísarsamkomulaginu. Með sölu aflátsbréfanna hreinsa menn kannski samvisku viðskiptamanna um leið og ráðist er gegn þeirri þróun sem aflátssalan hefur í för með sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.11.2018 | 15:58 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.