Þrælahald og okur á Íslandi - þjóðarskömm

Samtal þeirra Óðins Jónssonar og Arthúrs Björgvins Bollasonar í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins í dag var um margt athyglisvert.
Þeir ræddu m.a. um þjóðarímynd og að ljóst væri að ýmislegt hefði ekki breyst hér á landi eftir hrun, eða jafnvel versnað.
Arthúr Björgvin, sem er þaulvanur leiðsögumaður og hefur fylgt fjölmörgum Þjóðverjum hingað til lands, sagði að fjölmargir Íslendingar hefðu fengið glýju í augun þegar uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefði hafist árið 2012. Fullyrti hann að Íslendingar okruðu á erlendum ferðamönnum og ýmislegt væri verðlagt um of.
Sjálfsagt geta ýmsir Íslendingar borið vitni um slíkt okur, einkum þegar verð veitinga hér á landi er borið saman við sambærilega þjónustu í Evrópu. Á það einnig við um gistingu.

Á hverjum degi berast nýjar fréttir um okur á útlendingum.
Í ónefndu úthverfi Reykjavíkur leigja 12 manns herbergi. Þar á meðal eru ung hjón sem starfa við iðn sína um nokkurt skeið hér á landi.
Þau búa í litlu herbergi í áður nefndu húsi og ætli þau hafi ekki aðgang að eldhúsi ásamt 10 öðrum. Þau greiða 100.000 kr á mánuði fyrir þessa herbergiskytru.
Samkvæmt því ætti eigandi þessa stóra einbýlishúss hafa um 1,2 milljónir á mánuði í tekjur.

Þetta er einungis eitt af mörgum dæmum sem greint er frá á hverjum degi.
Íslendingar fluttu hingað ánauðugt fólk þegar þeir settust að um 800 eftir krist. Enn eru þeir þrælahaldarar.
Það er þjóðarskömm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband