Meiri hraði - meiri orkuþörf

Í þeirri umræðu sem nú er háð um loftslagsbreytingar og útblástur hefur greinilega komið fram að aukinn hraði krefst meiri orku. Ætli menn að ná settu marki hér á landi og víðar þarf að draga úr hraða ökutækja. Í raun ætti að binda hann við 70 km hraða á vegum þar sem akstursstefna er ekki afmörkuð og hámarkshraði ætti hvergi að vera yfir 80 km/klst. Þannig nýtist orkan betur og slysatíðni minnkar.

Með nútímatækni ætti að vera auðvelt að hafa eftirlit með hraðakstri bifreiða. Slíkt þýðir eingöngu dálítinn hugbúnað sem annaðhvort tilkynnir hraðakstur til sérstakrar eftirlitsmiðstöðvar eða kemur í veg fyrir að bíll fari hraðar en leyfilegur hámarkshraði.

Lífshraði nútímamannsins er hans versti óvinur sem býr til óþolinmæði og streitu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband