Þessi pistill var einnig birtur á vettvangi Blindrafélagsins.
Kæri lesandi.
Ég vona að þú hafir þolinmæði til að lesa þennan pistil.
Ég hef öðru hverju skrifað um sitthvað sem mér þykir hafa farið miður hjá Blindrafélaginu og hefur það fallið í misjafnlega frjóa jörð. Í þessu pistli verður vikið að aðgengismálum frá öðru sjónarhorni.
Fyrir nokkrum árum, sennilega árið 2015, setti Íslandsbanki á markaðinn smáforrit fyrir snjallsíma sem gerði fólki kleift að annast ýmis bankaviðskipti. Þegar forritið var skoðað kom í ljós að ýmsu var ábótavant og forritið í raun ónothæft sjónskertu og blindu fólki.
Ég hafði því samband við Íslandsbanka og var ég boðaður á fund hans. Í kjölfar fundarins var forritið lagfært og mér boðið að halda fyrirlestur um aðgengi á vegum fjármálafyrirtækja. En það gleymdist og var ég aldrei boðaður á fundinn.
Skömmu fyrir jól 2016 var nýtt forrit sett á markaðinn með þeim afleiðingum að aðgengið hvarf.
Eftir talsvert stímabrak fékk ég samband við þá sem önnuðust forritshönnunina og kom þá í ljós að þeir voru alls ókunnandi um aðgengið. Var því heitið að ég fengi að fylgjast með og að lagfæringum yrði lokið eigi síðar en í mars 2017.
Vikurnar liðu og ekkert bólaði á framkvæmdum. Þá var mér tjáð að aðgengistruflunin stafaði af galla í bandarískum hugbúnaði sem hefði verið notaður og yrði ráðin bót á því. Samskiptum var haldið áfram en svo kom að ég áttaði mig á að mér var ævinlega sagt ósatt og hvarf úr viðskiptum við bankann.
Fyrir skömmu hitti ég einn af hönnuðum smáforrits Íslandsbanka árið 2015-16. Sagðist hann nú vinna að endurhönnun vefjar bankans og spurði hvort ég hefði fylgst með gangi smáforritsins.
Ég sagði honum farir mínar ekki sléttar og fékk þá að vita eftirfarandi sannleika:
Í kjölfar atburðanna 2016-17 var hann ásamt öðrum fenginn til að kanna orsakir þess að aðgengið hrundi. Í ljós kom að þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir aðgenginu í upphafi þurfti að kaupa viðbótarhugbúnað frá fyrirtækinu og því tímdi Íslandsbanki ekki.
Í samfæðum okkar kom fram að í raun væri lítil eða engin kennsla í aðgengismálum á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkur, þar sem þessi mæti maður vinnur. Þá er ekkert í íslenskri löggjöf um aðgengi og væntanleg tilskipun Evrópusambandsins segir hann að gildi fyrst og fremst um opinbera vefi.
Sé þetta rétt hlýtur ályktunin að verða sú að knýja verði á Alþingi um setningu löggjafar um aðgengi að upplýsingum og þar á meðal að vefsíðum. Auðvelt er að leita fyrirmyndar, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem öllum fyrirtækjum, sem eiga viðskipti við hið opinbera, er skylt að hafa aðgengið í lagi.
Það var slys að ríkisstjórnir Jóhönnu Sigurðardóttur og síðar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skyldu ekki "druslast" til að láta semja slíka löggjöf. Síðast þegar ég minntist á þetta á fundi í Norræna húsinu sagði fyrrum þingmaður að aðgengislöggjöf yrði að fylgja fjármagn og hlaut hann klapp fyrir.
Þetta er rétt hjá fyrrverandi þingmanninum. Hitt er þó mikilvægara að lög setja ákveðnar leikreglur í samskiptum fólks og á grundvelli laga geta menn leitað réttar síns.
´Ég SKORA á stjórn Blindrafélagsins að taka þesi mál til alvarlegrar athugunar á 80 ára afmæli félagsins. Blindum og sjónskertum tölvunotendum fer stöðugt fjölgandi og þeir eiga rétt á sams konar eða svipuðum aðgangi og þeir höfðu áður.
Hið sama á við á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Bestu kveðjur,
Arnþór Helgason
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.11.2018 | 11:32 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.