Hverjir ógna hverjum?

Nú er talsvert fjaðrafok í fjölmiðlum vegna þess að hin svokallaða 5G-bylting er í nánd, en þessi nýja fjarskiptatækni á eftir að gjörbylta lífi fólks á ýmsum sviðum.
Prófanir á kerfinu hafa staðið yfir víða. Sem dæmi má nefna að Kia Motors létu tilraunabíla aka með 5G leiðsögukerfi um 190 km. leið um það leyti sem vetrarólimtíuleikarnir hófust í fyrra. Reyndist það býsna vel.
Fjaðrafokið stafar að því að kínversk fjarskiptafyrirtæki eins og Huawei hafa nú náð talsverðri forystu í tækninni sem að baki 5Gleynist. Óttast ýmsir að kínversk stjórnvöld geti beitt þessum fjarskiptabúnaði ef til átaka kemur.

Því skal spurt:
Eru bandarísk fjarskiptafyrirtæki eitthvað skárri?
Lét Google ekki bandarískum yfirvöldum í té upplýsingar um kínverska notendur sem notuðu gmail?
Fleiri spurninga mætti spyrja. En niðurstaðan verður ætíð sú að hver og einn hugsar um sinn hag og eigin hagsmuni. Bandaríkin eru þar ekki til neinnar fyrirmyndar.

Fyrst þegar 5G var kynnt til sögunnar sáu menn ýmsar leiðir til að efla margs kyns fjarskipti og horfðu þá m.a. til Afríku. Talið er að kerfið muni m.a. gera ljósleiðaralagnir óþarfar í álfunni og spara þannig mikla fjármuni.
Miklir fjármunir eru í húfi og Bandaríkjamenn ætla sér svo sannarlega að hrifsa sína sneið af kökunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband