Fyrsti dagurinn hjá Mogganum

Það kom fram fyrr í bloggi mínu að ég var ráðinn sem sumarstarfsmaður hjá Morgunblaðinu. Verð ég á innblaðinu.

Dagurinn hófst með námskeiði sem stendur í þrjá daga. Það var dálítið skrítið að byrja svona ásamt föngulegum hópi ungs fólks, en sumir nýliðarnir eru allt að þremur áratugum yngri en ég. Stundum finnst mér ég vera alger kynslóðarskekkja. Morgunblaðið fagnar 94 ára afmæli sínu í haust og ég þekkti, þegar ég var barn, Guðbrand Magnússon, sem vann sem prentari hjá Morgunblaðinu í árdaga þess og fann upp gælunafnið Mogginn.

Starf mitt hjá Morgunblaðinu hefur kostað nokkurn undirbúning. Umferliskennari Sjónstöðvar kenndi mér ýmsar leiðir innandyra og einn af tæknimönnum blaðsins aðstoðaði mig við að setja upp nauðsynlegan hugbúnað. Á næstu dögum kemur í ljós hvernig gengur að nýta þennan sérstaka búnað í tengslum við vinnuumhverfið. Ég er bjartsýnn og viðmót starfsmanna hreint frábært. Auðvitað villist ég dálítið en það gefur lífinu lit eins og segir í auglýsingunni gömlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Til hamingju með nýja starfið, ég er sannfærð um að þú átt eftir að standa þig vel!

Sigrún Þöll, 29.5.2007 kl. 20:48

2 identicon

Sæll frændi. Nú bíð ég spenntur eftir því að sjá fyrsta pistilinn þinn í Mogganum ! Þetta er skemmtileg tilraun hjá Mogganum (eins og hann sé alveg sjálfstæður heili og persóna) að fá þig þarna til starfa. Njóttu þess frændi að glíma við þetta verkefni. Þetta kallar á sérstakan fund okkar við tækifæri ! kv bjarni.

Bjarni frændi (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Árni Birgisson

Sæll blaðamaður.  Gott að heyra að dagurinn gekk vel.  Ég hef nú engar áhyggjur af því að þú sért einhver kynslóðaskekkja.  Verður þú ekki bara kynslóða-afréttari til að vega upp á móti ungviðinu. 

Nú er komið tilefni til að hætta við að segja upp áskrift Moggans.  Bíð eftir fyrstu grein.

Með pennakveðju

Árni

Árni Birgisson, 29.5.2007 kl. 22:29

4 identicon

Samfagna þér af hjarta, góði Arnþór, og nota tækifærið að láta mér lítast betur á Moggann. Gaman að heyra söguna af Guðbrandi. Góðir óskir til ykkar hjóna. IHJ

Ingi Heiðmar Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband