Tölvuraunir

Á fimmtudaginn ætla ég að útvarpa hluta yndislegrar hljóðritunar sem Magnús Bergsson gerði í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi aðfaranótt 25. júní árið 2000, en þá háðu fuglar á Seltjarnarnesi málþing. Niðurstöðum þingsins verður útvarpað í þættinum Vítt og breitt á Rás eitt kl. 13:45 31. þessa mánaðar.

ég átti þetta hljóðrit á minidiski og hugðist afrita diskinn á fartövluna. Notaði ég USB-tengt hljóðkort. Vélin fraus og hætti hvað eftir annað að hljóðrita eftir 8 - 20 mínútur. Það var sama hvað ég reyndi. Soundforge-forritið fraus.

Ég reyndi að aftengja talgervilsforritið, en ekkert gekk. Þrautaráðið varð að aftengja USB-lyklaborðið sem ég nota og hafa eingöngu hljóðkortið í sambandi. Þá loksins gekk þetta.

Erfiðleikarnir eru til þess ætlaðir að menn njóti þess að vinna bug á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Sæll formaður. 

Tölvurnar eru samtímis snilldar verkfæri og þær eru ólíkindatól. 

Með tækni kveðju. Árni

Árni Birgisson, 29.5.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband