Ég komst næstum á sakaskrá!

Þegar ég kom heim í kvöld beið mín bréf frá lögreglustjóranum í Reykjavík.

Konan mín blessuð opnaði það furðu lostin og varð stóreyg þegar hún sá að hér var um sekt að ræða fyrir hraðakstur! Brotið náðist á myndavél á Njarðargötu kl. 17:59 miðvikudaginn 9. maí síðastliðinn og var mér hótað stórmælum greiddi ég ekki sektina fyrir 8. júní.

Jamm, margt er mér til lysta lagt og lysta. En bílpróf hef ég aldrei tekið. Eftir miklar vangaveltur komumst við hjónin að því að sökudólgurinn vær hún frú Elín mín sem hafði farið heldur greitt eftir Njarðargötunni, en skrjóðurinn er skráður á mig.

Elín ekur stundum heldur greitt. Einu sinni braut hún af sér þegar hún þeysti á tveggja manna hjóli niður Bústaðaveg á 63 km hraða á klst, en þá var leyfilegur hámarkshraði einungis 50 km. Skýringin var sú að hvass austanvindur var á og Elín að flýta sér heim. Brotið náðist ekki á myndavél og er nú fyrnt.

Þetta minnir mig á atvik sem gerðist árið 1987. Þá eyðilagðist nafnskírteinið mitt ásamt öðrum skilríkjum og hélt ég til lögreglustjóra að fá mér nýtt. Vildi stúlkan, sem afgreiddi mig, vita, hvort ég ætti ekki nein önnur skilríki, en ég sagði sem var að þau hefðu flest eyðilagst og vegabréfið fyndi ég ekki. Spurði hún þá í vandræðum sínum hvort ég gæti þá ekki framvísað ökuskírteini. Ég kvað nei við því en sagðist hafa velt því fyrir mér að sækja um byssuleyfi til þess að geta skotið upp flugeldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Jahá.  Þetta fréttir maður á netinu.

Hér þykir mér glæpsamlegt athæfi ykkar hafa náð sögulegu hámarki og á þessu þarf að taka.  Trúlega væri best að ákæra ykkur bæði.  Þig Arnþór fyrir hraðakstur og hana móður mína fyrir að reyna að hylma yfir glæpnum með því að kannast ekkert við málið þegar bréfið barst.

Þetta er svkalegt.

kv. Árni

Árni Birgisson, 30.5.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband