Fyrir nokkru birti ríkisútvarpið frétt um misjafnt gengi í efnahagslífi nokkurra Evrópuþjóða. Höfðu flest þeirra orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum Kórónuveirunnar. Ísland var þar á meðal.
Í skýringu fréttamanns Ríkisútvarpsins kom fram að þýska hagkerfið hefði gengið einna best og þar hefði orðið nokkur framleiðniaukning. Var ástæðan sögð sú að Þýskaland og nokkur ríki Evrópu væru gróin hagkerfi sem byggðu á iðnaðarframleiðslu. Hér á landi væri staðan sú að útflutningur Íslendinga væri hálf-unnin framleiðsla og vægi fiskur einna mest.
Ekki verða bornar brigður á þessar niðurstöður, en þær leiddu þó hugann að samræðum, sem við Páll bróðir minn áttum við starfsmenn kínversks útgáfufyrirtækis austur í Beijing árið 1975. Þar kom fram að Kínverjar höguðu verðlagningu bóka og tímarita eftir því á hvaða þróunarstigi ríkin væru stödd.
Mao Zedong hafði þá kynnt skilgreiningu sína á stöðu ríkja, sem hann skipti í þrennt:
1. Í fyrsta heiminum voru iðnvædd ríki sem bjuggu yfir gjöreyðingarvopnum, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin.
Í öðrum heiminum voru nokkur stærstu iðnveldi heims.
Í þriðja heiminum voru fátæk ríki, einkum í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum auk ríkja sem voru eingöngu hráefnisframleiðendur.
Við bræður töldum að rétt væri að hækka verðið á kínverskum tímaritum sem seld væru hérlendis. Gestgjafar okkar töldu það af og frá, þar sem Ísland tilheyrði þriðja heiminum eins og flest ríki Mið-austurlanda. Tóku þeir sem dæmi olíuríkin við Persaflóa.
Þegar við bræður mótmæltum því og vitnuðum í góð lífskjör hér á landi, svöruðu þeir því til að hvað sem öðru liði væri Ísland fyrst og fremst útflytjandi hráefnis, þar sem mest af okkar útflutningi væru eingöngu hráefni. Því værum við í sama flokki og olíuríkin.
Því skal spurt: Hefur Ísland náð því að komast í tölu fyrsta heims ríkja eða erum við enn fyrst og fremst hráefnisframleiðendur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.11.2020 | 13:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.