Nú fylgist ég ekki svo vel með fjármálabraski hér á landi að ég viti í hverra þágu áhlaupið var framið. Sú óeðlilega staða hefur að vísu komið upp hér á landi að bankarnir hafa seilst til yfirráða í íslenskum fyrirtækjum og er nú svo komið að bankarnir, tryggingafyrirtækin, iðnfyrirtækin, flugfélög, olíufélög og skipafélög eru orðin ein allsherjar flækja, eins konar köngulóarvefur og brátt fer landbúnaðurinn sömu leið. Hver reynir að tryggja eigin hagsmuni með alls konar bandalögum, sem sagt hálfgert Sturlungaástand.
Það er enginn furða þótt Vestmannaeyingar bregðist hart við og reyni að verjast tangarsókn Brims og Landsbankans. Máltækið segir að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en eyjamenn virðast vita hvað þeir eiga.
Ég hef áður greint frá því á þessum vettvangi þegar ég fylgdist með sjónönnum selja efnamönnum kvótann sinn þegar það kerfi tók gildi um miðjan 9. áratuginn. Þá hafði ég orð á að þetta yrði svipað og með goðakerfið. Goðorðin voru að vísu ekki nema 39 - 48 eftir því hvernig á málið er litið, en þau lentu á Sturlungaöld í höndum fárra höfðingja sem reyndu hvað þeir gátu að sölsa undir sig sem flest goðorð. Þannig er þetta líka með kvótann, sameign þjóðarinnar, sem þjóðin á, nokkrir einstaklingar fengu á silfurfati og seldu síðan hver sem betur gat.
Ég ætla mér ekki út í of miklar vangaveltur. En einhvern veginn grunar mig að farið geti eins fyrir útgerðinni og goðunum í árdaga, að græðgin beri menn ofurliði og árangurinn verði rústir einar. Það sem gerðist á Flateyri gæti eins vel gerst í Vestmannaeyjum og þá yrði hægt að kaupa minni Herjólf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.6.2007 | 22:16 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landið og miðin eru nú þegar í eigu fárra manna. Huggun okkar verður samt sú að græðgin á eftir að færa þá allt út í heim í útrás og þegar að því kemur verður Ísland bara skiptimynt í litlum alþjóðadílum og við endum sem eftirlaunanýlenda hjá þýsku stórfyrirtæki.
Ævar Rafn Kjartansson, 2.6.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.