Aðlögunarhæfni reiðhjólsins

Í morgun hjóluðum við hjónin á Orminum bláa, tveggja manna Thorn-reiðhjólinu til fundar við Björn Ingólfsson í Hjólinu í Kópavogi. Austan strekkingsvindur var á og því erfitt að hjóla.

Erindið við Björn var að láta hækka stýrið og færa það nær. Þá getur Elín setið nær upprétt á hjólinu og þarf ekki að hallast fram á stýrið. Það hefur reynst henni erfitt í skauti, en hendurnar eru farnar að gefa sig. Vonandi verður þessi breyting á hjólinu til þess að við getum bæði notið þess að hjóla mörg ár enn.

Í sumar er á dagskrá að hjóla til vinnu vestan af Seltjarnarnesi austur í Hádegismóa. Einhver hópur Morgunblaðsmanna stundar hjólreiðar og sumir af kappi. Verður væntanlega gaman að geta fyllt þeirra flokk.

Mér hefur fundist bera nokkuð á því að undanförnu að ýmsir hjólreiðamenn hafi látið hækka hjá sér stýrið. Sennilega er álagið á hendurnar of mikið hjá flestum þegar til lengdar lætur, þegar þeir hallast fram á stýrið og hvíla þannig á höndunum. Að vísu fara menn ekki jafnhratt þegar þeir sitja uppréttir, en það skiptir meira máli að komast óskaddaður leiðar sinnar en að spretta ævinlega úr spori. Kemst þótt hægt fari, segir máltækið. Það er yndislegt að hefja daginn með hjólreiðumm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

ég gerði þetta einmitt með mitt hjól, lét hækka stýrið og reyndar þyngja gírana og skipti um hnakk og og og ...... hehehe

en allt annað að hjóla þegar ég hækkaði stýrið! en svo var hjólið eyðilagt fyrir utan Háskólann í Reykjavík, blessuð sé minning þess. Keypti mér reyndar nýtt hjól, en því var svo stolið úr hjólageymslunni!

Sigrún Þöll, 2.6.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband