Eftir að ég hóf störf hjá Öryrkjabandalaginu árið 2000 fór ég endrum og eins í vinnuna með strætisvagni. Ég tók eftir að farþegum hafði fækkað og ekki var eins mikið lí í tuskunum og í upphafi 9. áratugarins þegar ótrúlegustu atburðir áttu sér stað í vögnunum og samskipti fólks voru mikil. Ég held að þróunin hafi byrjað fyrir alvöru þegar vagnarnir hættu að ganga á 15 mínútna fresti í upphafi 9. áratugarins en urðu þess í stað á 20 mínútna fresti.
Nú hefur stjórn Strætó ákveðið að fækka ferðum enn og jafnvel á álagstímum verða ferðirnar á hálftíma fresti í sumar. Í morgun, þegar ég hélt til vinnu minnar með strætó, skynjaði ég að eitthvað mikið var að. Örfáir voru á freli með vagtninum.
Ég lagði af stað upp úr kl. hálfátta í morgun vestan af Seltjarnarnesi með leið 11 og fór úr vagninum á Hlemmi. Þar hitti ég umferliskennara frá sjónstöð Íslands og réðumst við í það leita að leið nr. 15. Þá kom í ljós að biðstöðinni við Hlemm hefur verið breytt og vissi ég svo sem um þær breytingar sem voru gerðar í sambandi við leiðakerfisbreytinguna miklu fyrir tveimur árum. Hitt hafði mér ekki dottið í hug að breytingarnar væru jafnafgerandi fyrir glóruleysingja eins og mig. Fátt eru um kennileiti og mjög erfitt að átta sig á aðstæðum. Þessu hafa forráðamenn Strætó alveg gleymt og Blindrafélagið hefur einnig gleymt því eða því ekki tekist að fá fram neinar úrbætur.
En, sem sagt, við fórum með leið 5 upp að Hádegismóum og gekk það áfallalaust. Vagnarnir eru hins vegar svo illa stilltir saman að leið 5 virðist fara frá Hlemmi skömmu áður en a.m.k. tveir vagnar koma vestan úr bæ og þurfa menn því að bíða eftir henni í 22 mínútur.
Ekki veit ég hvers konar óskapnaður strætisvagnakerfið er orðið. Stofnleiðirnar eru hálfgerðar hverfisleiðir og það, sem var lagt upp með, virðist ekki hafa tekist. Það tekur mig frá 50 mínútum upp í 70 mínútur að komast með strætisvagni vestan af Seltjarnarnesi að Hádegismóum. Ætlum við hjónin værum ekki álíka lengi eða heldur skemur að hjóla þessa vegalengd.
Ég efast um að sá sparnaður í rekstri Strætó með færri ferðum skili öðrum árangri en þeim að verða einn naglinn í líkkistu þessa mæta fyrirtækis og draga þar með úr vægi almenningssamgangna í Reykjavík. Vonandi verð ég ekki sannspár. En betur má nýi borgarstjórnarmeirihlutinn ef duga skal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.6.2007 | 13:40 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrátt fyrir að ég fari sjálfur sjaldan með strætó geri ég mér grein fyrir mikilvægi þess samgöngumáta. Það fróðleg umræða sem nú er í gangi þar sem Strætó sb skilar rekstarafkomu síðast árs og rætt er um rekstrartap og aukið rekstrartap. Svo ég steli nú ábendingu sem ég heyrð í útvarpinu (man ekki hver það var). Ekki er talað um rekstrartap af rekstri gatnakerfisins. Væri ekki nær að horfa á almenningssamgöngu r eins og strætó sem eina af grunnþjónustum sem sveitafélögin ætla að veita og sú þjónusta kostar og þó svo að Strætó verði bs þá verður þetta seint ef þá nokkurn tíman rekið með hagnaði. Ég held að höfuðborarsvæðið ætti að draga læróma af reynslu Akureyrina í þessum efnum.
Árni Birgisson, 7.6.2007 kl. 15:31
Ég geri ekkert annað en að heyra hamfarasögur strætófara þessa dagana. Systir mín fór í strætó um daginn (fyrir breytingu) og komst ekki á leiðarenda, þar sem strætóstjórinn var útlendingur og vissi ekkert hvaða leið hann átti að fara. Systir mín þurfti einnig að fá upplýsingar frá honum og maður var varla talandi hvað þá vitandi hvað götur og áttir hétu.
Hún hringdi upp í Strætó til að kvarta og svarið sem hún fékk var "Það er þensla í þjóðfélaginu"... öööööö já já og þá á maður að sætta sig við það að vera taka strætó frá stað A til B og lenda á C... það er sko þensla í þjóðfélaginu, þess vegna fæ ég alltaf pítu þegar ég panta hamborgara!
Samstarfskona mín fór með leið 18 um daginn og var líf hennar í hættu og fleiri sem sátu í strætónum þar sem fólk kastaðist til og frá í vagningum og strætóstjórinn keyrði nánast einn manninn niður sem beið eftir vagninum. Þessi tiltekni strætómaður fékk einnig bílprófið í öðru landi en Íslandi og var ráðinn í starfið vegna þenslunar miklu.
Ekki veit ég hvort hún hafi fengið "þensla í þjóðfélaginu" afsökunina þegar hún hringdi, en í dag tekur hún ekki leið 18, þar sem það er orðin opinber "dauðaleiðin" í heimi strætófara.
Sigrún Þöll, 8.6.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.