Farið kringum hæfnisregluna

Á nokkrum stöðum í íslenskum lögum eru ákvæði um jákvæða mismunun. Á þetta m.a. við um konur og fatlað fólk.

Nú hafa stjórnvöld fundið leið framhjá þessari reglu. Í lögum er talað um að séu menn jafnhæfir eða hæfari öðrum umsækjendum skuli konur og fatlað fólk njóta forgangs. Sums staðar veita stjórnir stofnana umsögn um umsækjendur og er þá oftar en ekki farin sú leið að telja að nokkrir séu hæfir, ekki jafnhæfir. Þar með er ráðuneytunum sleppt lausum og þau þurfa ekki að taka mið af þeirri jákvæðu mismunum sem áður var nefnd.

Það er þekkt að í Bandaríkjunum lifir stétt lögfræðinga á því að finna veikar hliðar á löggjöf landsins og höfða mál gegn hverjum sem er vegna næstum hvers sem er. Eitthvað hefur borið á slíkri stétt manna hér álandi. En Íslendingar leika sér yfirleitt að tungumálinu og komast þannig hjá því að fara að lögum. Ef til vill stafar þetta af því að skilningur fólks á íslensku fer dvínandi og því auðveldara að snúa út úr orðanna hljóðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband