Hjólreiðar, brúðkaupsafmæli og dýrlegar kræsingar

Á laugardag fórum við hjóni austur í Reykholt í Biskupstungum að heimsækja vinahjón okkar. Sviptum við Orminum bláa upp á festinguna á þaki bílsins og tókum að auki reiðhjól annars hjónanna með okkur.

Við hjóluðum síðan að Geysi með þessum heiðurshjónum og aftur að heimili þetta, samtals um 40 km. Hraðamælirinn gleymdist á Seltjarnarnesi og fannst okkur það óþægilegt. Um kvöldið voru síðan framreiddar dýrlegar krásir. Þetta voru fyrstu hjólreiðar okkar hjóna eftir að stýrið á Orminum var hækkað og fært nær stýrimanni. Lét Elín vel af þessum breytingum.

Í gær varð ég mér alvarlega til skammar. Þegar ég vaknaði blundaði ´í mér einhver minning um 10. júní, sem vildi ekki koma upp á yfirborðið. Seinni part dags hringdi síðan tengdadóttir okkar og óskaði Elínu til hamingju með daginn. Já, það var brúðkaupsdagurinn okkar og 18 ár liðin frá því að brúðkaupið stóð. Þar var borið fram rautt kampavín og héldu flestir veislugestir að það væri kínverskt eða rússneskt. En tengdafaðir minn valdið það af sinni alkunnu smekkvísi og var það bandarískt.

Ekki varð af því að ég byði Elínu út af borða því að okkar beið dýrlegur málsverður hjá kunningjum okkar, sem vissu ekkert um þennan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband