Nýtt netvarp!

Rétt í þessu var vakin athygli mín á nýju netvarpi sem kallast Valdar greinar.

Valdar greinar eru hljóðtímarit Blindrafélagsins sem komið hefur út frá árinu 1976. Fyrst var það gefið út á segulböndum, síðan á geisladiskum og nú hefur blindrafélagið hafið útgáfu þess á netinu.

Með þeirri ákvörðun að hefja útgáfu hljóðtímaritsins á netinu hefur blindrafélagið stigið merkilegt skref og í raun opnað þessa hljóðgátt öllu fólki, sem mælir á íslensku, hvar sem er í veröldinni. Tímaritið virðist enn ekki hafa tekið neinum breytingum. Enn eru þar viðtöl við félagsmenn og aðra sem að hagsmunamálum blindra koma og enn er lesið úr íslenskum dagblöðum og tímaritum.

Verði rétt á spöðunum haldið getur þetta netvarp Blindrafélagsins orðið þv í notadrjúgur miðill sem getur varpað nýju ljósi á ýmislegt sem félagið vill vekja athygli á. Mér kemur reyndar á óvart að tengillinn inn á netvarpið skuli ekki vera auðfundnari, en hann er að finna á síðunni www.blind.is undir heitinu Hljóðskrár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband