Í vor var lagður inn í húsið ljósleiðari og ákváðum við að taka hann í notkun. Hófst það með því að sjónvarpið var tengt og stórbötnuðu myndgæði.
Þá ákváðum við að kanna hvort ekki væri rétt að taka símann og netið gegnum ljósleiðarann. Þurftum við þá að skipta um símafyrirtæki og varð Vodafone fyrir valinu. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að þetta þýði sáralítið rof á símasambandi. En raunin varð önnur:
Pöntunin var dagsett 21. júní og þann 26. rauf Síminn föstu línuna. Sagt var að vodafone hefði tekið við henni.
Hjá Vodafone var mér tjáð að fyrirtækið gæfi sér viku til 10 daga til þess að koma tengingum á hreint. Ég háði næstu daga nokkrar kappræður við sölu- og tækniráðgjafa en ekkert gekk.
Í gær missti ég loks þolinmæðina og gafst söluráðgjafinn upp á mér og gaf mér samband við tæknideildina hjá Mömmu. Þar tók við mér Kristín nokkur og sagði að ég kæmist að í fyrsta lagi í dag. Ég tjáði henni óánægju mína og taldi umsaminn dagafjölda liðinn og spurði hvernig ég ætti að senda frá mér pistil sem ég þyrfti að setja inn á netþjón Ríkisútvarpsins. Skýrði hún þá fyrir mér ýmislegt í sambandi við ljósleiðaratenginguna og viðurkenndi að vodafone fari ekki að öllu leyti með rétt mál á heimasíðunni. Féllst hún á að senda mér mann eftir kl. 7 í gærkvöld til þess að tengja netið. Þetta var hin alúðlegasta kona og virtist vita um hvað málið snerist. Kann ég henni bestu þakkir.
Pilturinn kom um 6-leytið og reyndist hinn alúðlegasti. Hann skilaði verki sínu prýðilega vel.
Í dag kom svo annar piltur og tengdi símann.
Elín var ekki að öllu leyti sátt því að ég hafði framið eitthvert hermdarverk á nettengingunni hennar og gat hún ekki sent póst. Því kipptum við hjónin í lag í kvöld. Við erum ekki svo galin þegar við tökum á samann.
Þá er notkun ljósleiðarans nú þríþætt: net, sími og sjónvarp. Fróðlegt verður að sjá hort þetta sparar einhver útgjöld. Mér skilst að við getum hringt úr heimilissímanum ótakmarkaðan fjölda símtala innanlands og hefði slíkt komið sér vel í vetur. Þá er nú móttökuhraðinn orðinn 12 mb en sendingarhraðinn nokkru hægari. Það tók um 4 mín að senda um 50 mb af efni inn á netþjón RÚV.
Mér hefur verið tjáð að fjöldi fólks hverfi nú frá Símanum vegna þess að fyrirtækið þverskallast að veita þjónustu um ljósleiðarann á Seltjarnarnesi. Það er leitt að jafnágætt fyrirtæki standi ekki betur en svo að það neiti að selja þjónustu sína um fleiri gáttir en sínar eigin. Þetta minnir óþægilega á þau undirtök sem fyrirtækið hafði á markaðinum þegar bræður mínir voru að alast upp á stríðsárunum. Þá varð einum þeirra á að tengja síma upp í svefnherbergi foreldra okkar og sætti kærum fyrir. Ég minnist þess að fyrir tæpum 40 árum hélt einn af forystumönnum Símans því fram að fyrirtækið hefði jafnvel einkaleyfi á að tengja dyrabjöllur.
Þessi tími er nú liðinn og kemur væntanlega seint aftur. Ljósleiðarinn verður hér í jörðu næstu áratugina og Síminn mun eingöngu tapa á því að taka ekki þátt í þessari byltingu.
Háværar sögusagnir eru um að fyrirtækið hyggist nú leggja sinn eigin ljósleiðara um Seltjarnarnes. Vonandi verður það ekki, heldur beinir síminn kröftum sínum að þeim svæðum sem eru enn án þessa búnaðar.
Vonandi bera fjarskiptafyrirtækin gæfu til þess að nýta með skynsamlegum hætti búnað sinn til þess að dreifa þjónustunni sem best og víðast um landið.
Flokkur: Tölvur og tækni | 5.7.2007 | 22:29 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dyrabjöllur já - það eru nú ekki nema 15 ár síðan Púkinn neyddist til að fá menn hjá símanum til að tengja hjá sér dyrabjölluna, því hún tengdist nefnilega inn á símstöð hússins. Þvílík handarbaksvinna - Púkinn varð feginn þegar hann gat hent draslinu frá símanum og fengið sér betra kerfi í staðinn.
Púkinn, 5.7.2007 kl. 22:43
Sæll Arnþór.
Ég fékk afleita þjónustu hjá Vodafone þegar við fluttum til landsins. Það sem átti að taka 2 daga tók rúmlega mánuð. Ég hringdi arfavitlaus á hverjum degi og talaði alltaf við nýjan og nýjan aðila og meira að segja kom fyrir að fólk sem ég talaði við deginum áður, var allt í einu ekki til daginn eftir sem var verulega furðulegt (og þó miðað við hvað ég var brjáluð þá var það kannski eðlilegt ha ha). Nú er ég venjulega dagfarsprúð en ég breyttist í óargardýr (kurteist þó). Okkur var lofað einhverju út í loftið og það var engin heil brú í því sem okkur var tjáð. Þrisvar kom það fyrir að hringt var í okkur og okkur tjáð að "Netið væri dottið inn". Það reyndist ekki rétt og við erum ágætlega að okkur í þessum tæknimálum þannig að ekki lá vandamálið þar. Við fengum meira að segja símanúmeri úthlutað sem reyndist vera virkt símanúmer hjá manneskju út í bæ. Við hringdum þrisvar í Vodafone til að láta vita af þessu en töluðum fyrir dauðum eyrum. Viku seinna var hringt í okkur frá Vodafone þar sem þeir tjáðu okkur að það væri einhver manneskja út í bæ með númerið okkar. "Virkilega?" sögðum við. Eins og þú veist vinn ég mikið fyrir útlönd og þetta var algjörlega óásættanlegt og tekjumissir í þokkabót. Við enduðum á því að tengjast inn á net nágrannans fyrir náð og miskunn. Algjörlega óþolandi. Þetta tók sem sagt rúmlega mánuð með tilheyrandi veseni og ekki einu sinni afsakið í staðinn.
Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.