Minningargreinar

Í morgun las ég að Mogginn hafi ákveðið að fólk fái birtar minningargreinar á netinu og geta menn þá farið um víðan völl í löngum greinum.

Ég hef skrifað nokkrarminningargreinar um ævina, misgóðar eins og gengur. Eftir að Morgunblaðið tók að sníða höfundum greinanna þrengri stakk virðist mér sem skemmtilegasti hluti greinanna hafi oft farið forgörðum og þannig finnst mér sjálfum mér farið. Þegar skrifa þarf í hálfgerðum skeytastíl detta einatt skemmtilegustu sögurnar uppfyrir og heildarmyndin af hinum látna verður ekki jafnsönn og áður. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig minningagreinahöfundar bregðast við þessari nýjung.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband