Er ekki komið nóg?!?!

Um daginn var greint frá því að fötluð ungmenni fengju lægri laun fyrir sumarstörf en ófatlaðir félagar þeirra. Vakti þetta almenna reiði og vandlætingu fólks. Félagsmálaráðherra brást skjótt við og lagði fram fé til þess að leiðrétta þetta.

Í dag kastaði þó tólfunum þegar ríkisútvarpið greindi frá því að ungmennin fengju engin laun fyrir júnímánuð vegna þess að vinnuskýrslur hefðu borist of seint og yrðu launin greidd í ágúst. Ekki var þess getið hvort ungmennin fengju vexti vegna þessa dráttar.

Greinilegt er að umsjónarmenn þessa verkefnis eru ekki starfi sínu vaxnir og starfsfólk svæðisskrifstofu málefna fatlaðra telur að ganga megi á rétt fatlaðra ungmenna fremur en annarra. Sumir sitja aðgerðarlausir hjá nema félagsmálaráðherra og fjölmiðlar og síðan hinn almenni borgari.

Ekki veit ég hvernig hópur sá sem um ræðir er saman settur. Hitt veit ég að þessi framkoma er ekki í neinu samræmi við það sem kallast eðlileg viðhorf til samborgaranna. Það skal ævinlega verða svo, að hlutur þeirra, sem ekki bera hönd fyrir höfuð sér, verður skertur. Verkalýðshreyfingin þegir, Öryrkjabandalagið segir ekki orð og embættismennirnir, sem eru ekki starfi sínu vaxnir, halda áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist. Hvenær á þessu að linna? Hvenær á að hætta að líta á fötluð ungmenni sem ölmusulýð? Er þetta heppilegur undirbúningur fyrir þátttöku í samfélagi fyrir alla? Datt framkvæmdastjóra svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavíkurborg aldrei í hug að skera af launum allra starfsmanna svo að skerðingin kæmi jafnt niður á alla? Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Ég held það þurfi bara að endurskoða útborgunarmálin hjá ríkinu og öðrum svona opinberum stofnunum. Systir mín lenti í þessu að það gleymdist að reikna laun á hana og hún verður bara að bíða í mánuð. En ef hún fær ofborgað þá verður hún að borga strax til baka!

Hún fær ekki vexti á meðan frá stofnuninni, ef hún ætlaði að nota þennan pening til að borga t.d upp skuldir, þá verður hún að borga sína vexti hjá lánafyrirtækinu, og á meðan getur stofnunin fengið vexti á launin hennar sem skila sér ekki til hennar.

Auðvitað á að leiðrétta launin strax! Við búum í hátækniheimi þar sem svona mál er minnsta mál að laga og á að vera sjálfsagður hlutur!

Sigrún Þöll, 10.7.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband