Metnaðarleysi eða fákunnátta Fréttablaðsins?

Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að fjölmiðlar eigi að þjóna öllu fólki en ekki sumu. Þetta á við hverju nafni sem þeir nefnast.

Það vekur furðu mína að í hvert skipti sem ég reyni að hala niður Fréttablaðinu á PDF-sniði frjósa þær þrjár tölvur sem ég hef aðgang að. Þá virðist html-útgáfan vera einhver brandari sem lesbúnaður blindra ræður ekki við.

Ég velti fyrir mér að gerast áskrifandi að DV á netinu og sendi blaðinu póst þar sem ég fór fram á að fá að prófa aðganginn áður en ég tæki ákvörðun. Ég veit því ekki um aðgengið að netútgáfu DV því að svar barst aldrei og ég tímdi ekki að kaupa áskrift sem ég gæti e.t.v. ekki notað.

Um daginn skoðaði ég PDF-útgáfu Blaðsins og virtist hún mjög aðgengileg. Allar skilgreiningar skiluðu sér svo að auðvelt var að blaða í því í Adobe forritinu. Þetta mætti Fréttablaðið taka sér til fyrirmyndar.

Um mbl.is ræði ég ekki því að sá vefur tekur öllu öðru fram hér á landi. Hið sama gildir um vef Ríkisútvarpsins þótt ýmislegt mætti þar til betri vegar færa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband