Ég hjó eftir því að í viðtalinu var Glúmur spurður hvort fólk þyrfti að leita réttar síns þegar það yrði 67 ára. Mér heyrðist hann svara því játandi en benti á að TR kæmi nú til móts við fólkið og hefði gert undanfarin ár með því að gefa út þennan bækling og senda hann öllum sem yrðu 67 ára. Vitanlega mætti gera meira af því að senda gömlu fólki endurnýjaða útgáfu því að menn týndu nú svona bæklingum.
Í raun geta allir tekið við ellilífeyri þegar þeir verða 67 ára. Sumir kjósa þó að fresta því.
Í raun ætti það ekki að vera ofverk starfsmanna TR að hringja til fólks og eiga við það persónuleg samtöl og bjóða það velkomið til viðskipta við stofnunina. Orðalag ýmissa gagna sem TR gefur út er oft svo tyrfið að meðalgreindur Íslendingur með sæmilega málkennd á í mesta basli með að skilja þau. Á þetta jafnt við um bæklinga sem eyðublöð hvers konar.
Það vakti sérstaka athygli mína að Glúmur virtist engar áhyggjur hafa af því að langflestir, aldraðir íbúar þessa lands verða fyrir einhverri skerðingu þegar líður á ævikvöldið. Sjóndepra er algeng skerðing. Hefur Tryggingastofnun í hyggju að gefa þennan bækling út á geisladiskum eða öðru því sniði sem nýst getur sjóndöpru, öldruðu fólki?
Ef svo er, veit þá kynningarfulltrúinn af því?
Ef hann veit það, hvers vegna vekur hann þá ekki máls á því?
Hefur TR aldrei dottið í hug að eiga samstarf við stofnanir eins og Sjónstöð Íslands og Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins þannig að trygt væri að heyrnarlaust fólk fengi bæklinga TR á táknmáli og blint og sjónskert fólk á því sniði sem hentar? Eða er slíkt samstarf óþarft?
Kanski eru öll gögn í fórum TR sem gera slíkar útsendingar einfaldar í framkvæmd. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri við forstjóra TR sem er áfram um að bæta ímynd og starfshætti Tryggingastofnunar ríkisins.
Ég sá að bæklingurinn er kominn á netið. Ég hugðist afrita hann en þannig virðist frá honum gengið að hann býður ekki upp á slíkt.
Annars eru samskipti TR við viðskiptamenn sína með talsverðum ólíkindum. Blind vinkona mín hefur um árabil reynt árangurslaust að fá TR til þess að senda sér öll gögn um sig í hljóðbréfi. Hún les ekki blindraletur og á ekki tölvu. Svarið er nei.
Ég hef sjálfur margbeðið um öll gögn sem varða mig á tölvutæku sniði. Aldrei hafa fengist afdráttarlaus svör. Málinu er yfirleitt vísað á einhvern sem ber enga ábyrgð á gerðum sínum.
Ég hlakka til þegar lífeyrisþáttur TR flyst yfir til félagsmálaráðuneytisins um áramótin og vona að Jóhanna verði nógulengi ráðherra til þes að skera upp Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin á að vera til handa fólkinu en fólkið ekki handa henni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.7.2007 | 20:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.