Atli Heimir snillingur!

Atli Heimir skánar ekkert með aldrinum.

Hann er sami vel menntaði, elskulegi og alvöruþrungni grallarinn og fyrir 39 árum þegar ég hitti hann fyrst, hann spilaði fyrir okkur vinsælasta lagið í Kína, Austrið er rautt sem ég þekkti mætavel en vissi ekki hvað hét, og fékk næstum taugaáfall af hrifningu.

Í kvöld hyllti hann Mozart á sinn sérstæða hátt. Hann fékk lánuð nokkur stef enkum úr Tyrkneska marsinum og skeytti síðan þessum bráðfyndnu athugasemdum frá sjálfum sér inn í miðhluta verksins. Hrein snilld! Dálítið skylt Hlýma, en unaðslega skemmtilegt! Ég táraðist af hlátri þegar verkinu lauk!

Ég held að fyrstu þrír tónarnir hafi fallið framan af verkinu í útsendingu Ríkisútvarpsins. Það hendir oft á Rás 1 að lágir tónar falli brátt, en svo er eins og útsendingin rífi sig upp og allt verði eins og ráð er fyrir gert.

Ekki verður um tónleika Sinfóníuhljómsveitar skrifað án þess að minnast á frábæra frammistöðu þeirra Einars Jóhannessonar og Ara Vilhjálmssonar, listamanna á heims mælikvarða. Gott þríeiki, þeir og Atli Heimir, sem eitt sinn var kallaður þorpstónskáldið í Flatey.

Til hamingju, öll þið sem stóðuð að þessum tónleikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband