Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins, rásar eitt

Í gær hélt ég að ég væri orðinn ruglaður. Útvarpssagan hófst kl. 15:03 en á útvarpssögutímanum skall á tæplega klukkustundar langur tónlistarþáttur.

Ekki bætti úr skák að guðmundur Benediktsson tilkynnti á eftir útvarpssögunni að klukkan væri hálfþrjú og nú hæfist nýr þáttu, Doktor Rúv. Þá áttaði ég mig á að Guðmundur væri ruglaður en ekki ég.

Ég fór inn á vef Ríkisútvarpsins og sá að talsverðar breytingar verða á dagskrá rásar eitt í vetur. Í fljótu bragði finnast mér þær flestar til bóta. Nokkuð er um nýja þætti, en samkvæmt kynningarþætti rásar eitt frá í gærkvöld stendur til að útvarpa ýmsu úr safni stofnunarinnar.

Ég minnist þess að í gamla daga varð breyting á dagskrá Ríkisútvarpsins kringum vetrardaginn fyrsta. Í minningunni er síðdegisútvarpið, með barnatímanum og tómstundaþættinum á laugardögum, tengt rökkrinu. Nú hefur veturinn sest að fyrr en áður hjá ríkisútvarpinu og virðast árstíðaskiptin bundin við júní og september. Er það nær því að vera í tengslum við þann veruleika sem við lifum nú í.

Ég hlakka til að njóta þess sem verður á boðstólnum í vetur. Vonandi þarf ég ekki að eyða vinnutíma mínum í að hlusta á útvarp í stað þess að njóta efnisins á kvöldin. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Sem stendur eru horfurnar ekki of bjartar og kvíðinn sækir að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband