Styrkir til bifreiðakaupa fatlaðra

Um árabil hefur hreyfihamlað fólk getað fengið styrki til bifreiðakaupa. Eru þeir misháir. Almennur styrkur nemur 250.000 kr og er veittur á 5 ára fresti. Upphæðin hefur verið óbreytt í tæpan áratug en tímabilið hefur lengst. Hefur því hreyfihömluðu fólki, sem flest hefur lágar tekjur, verið gert mun erfiðara um vik að kaupa sér bifreið en áður.Í fyrsta sinn, sem einstaklingur sækir um styrk, fær hann 500.000 kr svo fremi sem hann hafi aldrei átt bíl áður. Skiptir engu hvort liðin séu 20 ár frá því að hann átti bíl síðast. Tryggingastofnun hefur á sínum snærum njósnara sem þefar það uppi.

Á norðurlöndum gilda mismunandi reglur um styrki vegna bifreiðakaupa fatlaðra. Yfirleitt er fólki ætlað að eiga bílana lengur en hér. Hvergi eru upphæðirnar jafnlágar og hér. Framsóknarflokkurinn sá til þess (og sagðist ekki komast upp með annað fyrir Sjálfstæðisfloknum) að bifreiðakjör fatlaðra rýrnuðu mjög á tíma síðustu ríkisstjórnar. Reyndar eru störf síðustu stjórnar smánarblettur á þróun velferðarkerfisins hér á landi.

Vonandi ber núverandi ríkisstjórn gæfu til þess að koma hér á fót raunverulegu velferðarkerfi þar sem auðhyggjan og peningagræðgin kreistir ekki þann í lófa sér, sem á fárra kosta völ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband