Norrænir karlmenn í útrýmingarhættu?

Nú hefur komið í ljós að mun fleiri stúlkubörn fæðast í heiminum en sveinbörn. Á norðurslóðum er ástandið einkar alvarlegt, en helmingi fleiri stúlkubörn en sveinbörn fæðast nú í samfélögum frumbyggja. Ástæðan er sögð sú að fjöldi gerviefna, sem notuð eru í iðnaði, séu komin í fæðukeðjuna og þau geti ákveðið kyn fóstranna.

Við hrósum okkur af því að búa í hrinu samfélagi. Raunin er sú að við tökum við alls konar óþverra sem sogast hingað norður. Flestar okkar hugmyndir beinast síðan að því að framleiða ennþá meiri óþverra: ál og hreinsaða olíu. Helstu rök þeirra sem vilja ál og olíuhreinsunarstöð eru m.a. þau að ef við framleiðum þetta ekki með okkar hreinu orku geri það einhverjir aðrir með óhreinni orku. Samt er vitað að nokkur hluti orkunnar, sem þarf til að hreinsa olíu, fæst úr olíunni sjálfri, ekki hreinni orku, og mengunin hlýtur því að verða talsverð.

Ég talaði fyrir nokkru við unga, kínverska konu sem er á uppleið í kommúnistaflokknum. Hún ætlar að kaupa sér bíl og ég skil það vel. Þegar ég nefndi mengunarhættuna sagðist hún vita af henni, en enginn hugsaði um hana af neinni alvöru.

Það hefur verið sagt að Kínverjar muni tæma olíulindir jarðar, verði þeir nógu frekir til fjörsins. Íslendingar gera ekkert til þess að draga úr sinni olíunotkun eða býsnalítið. Stjórnvöld skattleggja díselbíla og draga þannig lítið úr olíueyðslu. Almenningssamgöngur á landinu eru í ólestri og eykur það enn mengunina. Svo er vitað að bæði bensin og díselolía menga umhverfið sitt með hvoru móti. Skyldum við geta snúið við eða viljum við snúa við?

Ætli fjölmennu ríkin í austri, vestri og suðri snúi við og hætti að dæla óþverranum út í hafið sem tekur ekki lengur við en sogar allan óþverrann norður undir pól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband