Norðvesturleiðin opin í fyrsta sinn

Síðasta verk mitt sem starfsmanns Morgunblaðsins í sumar var að skrifa fréttaskýringu um kapphlaupið um Norðurpólinn. Þegar ég gekk út úr byggingu Morgunblaðsins 31. ágúst síðastliðinn vissi ég ekki að norðvesturleiðin hafði þegar opnast og hefur verið opin síðan 20. ágúst, íslaus í fyrsta sinn frá því að athuganir hófust.

Samkvæmt ljósmyndum og gögnum sem bandarískir og evrópskir gervihnettir hafa safnað er leiðin enn opin og nú geta skip siglt hindrunarlaust frá Tokyo norður fyrir strendur kanada til Lundúna eða Boston eða hvert á land sem er.

Vísindamaður við snjóathugunarstöðina í Colorado í Bandaríkjunum sagði í viðtali við breska útvarpið í morgun að ísinn bráðnaði nú svo hratt að líkön, sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hlýnun andrúmsloftsins, dugi ekki lengur. Þegar ísinn hverfur af Norðurslóðum á sumrin verður hafflöturinn eftir sem er dekkri en ísinn. Því fylgir meira endurkast hita og hlýnandi loftslag.

Um leið og margir hafa áhyggjur af þessu gleðjast aðrir og sjá sér nú leik á borði að nýta ýmsar auðlindir sem fólgnar eru i jörðu. Þessi tíðindi hljóta að hvata því að ríkin, sem eiga land að þessum hafsvæðum, sammælist um ýmsar aðgerðir til þess að vernda lífríkið á Norðurheimskautssvæðunum og fást við afleiðingar óhappa sem kunna að verða í náinni framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband