Atvinnuleysisskráning

Vinur minn hringdi til mín um daginn. Hann er rúmlega sjötugur og kominn á eftirlaun. Við spjölluðum um heima og geima og atvinnuleysi var eitt af því sem bar á góma. Honum fannst of mikið af útlendingum á Íslandi og taldi að þeir tækju vinnu frá Íslendingum. Ég sagði honum sem var að næg eftirspurn virtist eftir vinnuafli og atvinnuleysi væri minna nú um stundir en oftast áður.

Það breytir þó ekki því að í morgun lét ég enn skrá mig atvinnulausan.

Í gær sótti ég um þrjú störf og verður fróðlegt að vita hvort umsóknirnar skili einhverjum árangri. Ein umsóknin var með þeim hætti að menn þurftu að fylla út tiltekið eyðublað á heimasíðu fyrirtækisins. Það verður að segja sem er að heimasíðan var afar aðgengileg og fyrirtækinu til sóma, enda vottaði ég heimasíðuna á sínum tíma. Það væri óskandi að allar heimasíður væru jafnvel úr garði gerðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband