Silfurtappinn - skemmdarverk

Undanfarið hefur verið útvarpað stuttum leikþáttum eftir leikdómara dagblaðanna frá árinu 1973 og í dag var komið að þeim þætti sem hlaut Silfurtappann, þætti Halldórs Þorsteinssonar. Halldór fékk að vísu aldrei afhentan Silfurtappann en vonandi fær hann í sárabætur ómengað hljóðrit þáttar síns. Minna má það nú varla vera.

Viðar Eggertsson bjó þættina til flutnings í þættinum Vítt og breitt og flutti skýringar. Í dag setti hann tónlist undir seinnihluta þáttarins, svo háa, að hún kæfði textann.

Nú gerir Viðar margt vel í útvarpi en í dag mistókst honum. Tónlistin var svo há undir þættinum að fólk, sem er farið að tapa heyrn, hefur vart greint textann.

Sá grunur læðist að mér að sumir dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hlusti sjaldan eða aldrei á útvarp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband