Lagið um Vestmannaeyjar verður ekki gefið út í sinni fyrstu útsetningu

Fyrir helgi frétti ég að fyrirtækið Sena ætlaði að gefa út þau lög sem komu út á hljómplötum hér á landi árið 1973, eða a.m.k. úrval þeirra.

Nefnd voru tvö lög sem ég hafði komið nálægt: Heimaslóð eftir Alfreð Washington Þórðarson (Vosa) og Vestmannaeyjar, sem er mín afurð. Í dag hafði ég samban við fyrirtækið og ræddi þessi mál ítarlega við ungan, kurteisan mann sem hefur umsjón með útgáfunni. Urðum við ásáttir um að lagið Vestmannaeyjar verði ekki gefið út í sinni upprunalegu mynd. Spilamennsku minni var þar í ýmsu áfátt og aðrar skemmtilegri útsetningar eru til sem ástæða væri að gefa út á geisladiski.

Sá misskilningur var uppi að þetta lag hefði verið einkennislag Eyjapistlanna sem við tvíburar önnuðumst frá febrúar 1973 - mars 1974. Svo var alls ekki. Við notuðum a.m.k. þrjú mismunandi kynningarlög og tvö þeirra voru eftir Oddgeir Kristjánsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband