Viðskiptum við Vodafone og Gagnaveituna lokið

Loksins kom símvirki í gær og tengdi okkur aftur við kerfi Símans.

Við áttum athyglisverðar umræður um þjónustu Gagnaveitunnar. Eins og greint hefur verið frá á þessari síðu var ástandið þannig að fjöldi fólks náði ekki sambandi við símanúmer okkar eftir að við fluttum símann yfir á ljósleiðarann og sjónvarp ásamt internetsambandi brást stundum. Taldi símvirkinn þetta m.a. stafa af því að Gagnaveitan hefði ekki lagt nægilega góðan endabúnað inn í fjölbýlishúsið.

Það væri fróðlegt að heyra álit fólks um þetta atriði hér á þessari síðu. Ef rétt reynist að Gagnaveitan spari í endabúnaði er það minnsta sem fyrirtækið getur gert að bjóða notendum að leigja fullkomnari búnað. Miðað við það hvernig ástandið var hjá okkur trúi ég því vart að Seltirningar þyrpist með tengingar sínar til Gagnaveitunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband