Útsendingar Símans á netinu

Um helgina fiktuðum við hjónin dálítið í myndlyklinum sem Síminn lét okkur í té til þess að horfa á sjónvarp.

við rákum augun í að flestar íslensku útvarpsstöðvarnar eru einnig í boði. Komst ég að því að yfirleitt er um hágæðaútsendingu að ræða. Ég komst einnig að því að hægt er að tengja hljómtæki beint við myndlykilinn.

Eins og rakið hefur verið á þessari síðu hafa sumar útvarpsstöðvar tekið upp hágæðaútsendingu á internetinu. Má þar nefna norrænu útvarpsstöðvarnar. Íslenska ríkisútvarpið er nokkur eftirbátur hinna stöðvanna því að Ríkisútvarpið sendir ekki víðómsvarp á netinu. Skýringin er víst sú að síminn, sem sér um þetta, sendir merkið út gegnum útvarpstæki og of mikið suð verður af víðóminu.

Þegar ég las þessa lýsingu sem komin var frá starfsmanni Símans ætlaði ég vart að trúa eigin eyrum. Hvers vegna er ekki hægt að varpa útvarpsmerkinu út á netið á sama hátt og gert er þegar mönnum er boðið hágæðaefni í sjónvarpið?

Hvenær verður ráðin bót á þessu og ætlar Ríkisútvarpið ohf ekki að taka við þessum útsendingum sjálft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband