Fákunnáttan og atvinnuleysið

Í dag leit ég yfir atvinnuauglýsingarnar sem birtust um helgina og treystist ekki til að sækja um neitt. Nokkrar atvinnuumsóknir bíða afgreiðslu og ætti að fást úr því skorið í þessari eða næstu viku hvað verður.

Ég tók eftir því að eitthvert símasvörunarfyrirtæki, Skúlason, vantar ævinlega símaverði. Þetta fyrirtæki treysti sér ekki til að ráða mig í vetur, eins og stóð í bréfinu frá þeim. Og þess vegna treysti ég mér ekki til að sækja um símsvarastarf hjá fyrirtækinu. Þar af leiðir að fyrirtækið fer á mis við góðan og hæfileikaríkan starfsmann, umburðarlyndan, geðgóðan og tæknifróðan, svo að fátt eitt sé nefnt.

Það er samt greinilegt að allir þessir kostir og miklu fleiri duga ekki til að afla mér fastrar atvinnu við hæfi. Já, hvað ætli sé við hæfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband