Hvenær gilda leikreglur lýðræðisins

Í gær var tilkynnt um samruna Reykjavík Invest Energy og Geysis Green Energy. Þetta virðist hafa komið flatt upp á flesta. Jafnvel borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vissi ekki um þetta.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að harðar sviptingar hafi orðið um málið á meðal Sjálfstæðismanna og sé hér fyrst og fremst um hugmyndafræðilegan ágreining að ræða. Reynslan sýnir að flumbrugangur og baktjaldamakka skila sjaldnast árangri. Því er eðlilegt að menn doki við og stingi jafnvel við fótum.

Svo virðist sem farið sé að bóla á einræðistilburðum hjá borgarstjóranum í skjóli Framsóknar. Það væri sennilega heilladrýgst að Vilhjálmur varaði sig á auðvaldinu og fylgdi settum leikreglum. Það virðist ætla að verða aðalsmerki sumra bæjar- og borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins að fara fram á eigin forsendum en ekki annarra og berja menn til hlýðni. Taki menn Gunnar Birgisson sér til fyrirmyndar. Hann hlustar þó og breytir afstöðu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband