Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík

Það fór eins og flesta grunaði. Samkomulag náðist í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hlutur Reykjavíkur í REI verður seldur og stjórnmálamaður sest í stjórn OR í stað Hauks Leossonar. Engum hafa orðið á afglöp, allir sáttir.

Björn Ingi Hrafnsson bendir á að Sjálfstæðismenn ráði þessu ekki einir. Ætli hann sé ekki á fremur hálum ís? Ýmsir flokksfélagar hans eru honum reiðir fyrir framgöngu hans í þessum málum og jafnvel fyrir núverandi meirihluta. Nú spyrja menn: Hverjir losa sig við hverja úr meirihlutanum? Eða kyngja menn því sem að þeim verður rétt til þess að halda völdum og áhrifum?

Mikið yxi borgarstjórnarflokur Sjálfstæðisflokksins ef hann tæki nú af skarið og losaði sig við Framsóknarflokkinn úr meirihlutasamstarfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband