Að vera sjálfum sér samkvæmur

Ýmsir spyrja sig nú um hvað REI-deilan hafi í raun snúist. Hvort snerist hún um stjórnunarhætti eða eignaraðild Reykjavíkurborgar að útrásarfyrirtæki?

Mér sýnist sem núverandi meirihluti ætli jafnvel að falla í þá grifju að gera lítið úr stjórnsýsluhlutanum en leggja þess í stað aðaláherslu á eignarhlutann. Svör Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum eru hæpin. Samrunaferlinu verður haldið áfram og í raun engin breyting, en samt verður farið yfir málefni Orkuveitu Reykjavikur.

Nú hlýtur að þurfa að svara bréfi umboðsmanns Alþingis og mál Svandísar heldur áfram fyrir dómstólum. Ef niðurstaða málsins verður sú að ólöglega hafi verið að boðun hins margfræga fundar staðið er sjálfsagt að boða til löglegs fundar og afgreiða málið þar. Því hélt Björn Ingi fram í gær og er í raun furðulegt að engum skyldi detta það fyrr í hug.

Þá er það eignarþátturinn. Þar blandast stjórnsýslan saman við og hlutur Bjarna Ármannssonar. Hafi Bjarni farið ólögleglega inn í fyrirtækið hlýtur að þurfa að afturkalla þann gjörning eða ganga svo frá hnútunum að fyrirtækið REI verði sett á almennan markað og jafnræðisreglunni fylgt.

Það er ekki eins og Hitaveita Reykjavíkur hafi ekki áður staðið fyrir útrásarverkefnum. Jóhannes Zoéga kynnti á sínum tíma hitaveitur vítt og breitt um heim og var m.a. boðið til Kína. Hitaveitan og Orkustofnun stóðu að þróun hitaveitna þar og þá kvartaði enginn undan því að neitt ólöglegt væri við þetta. En um leið og fjármagnseigendur sjá sína sæng útbreidda og að hér séu tækifæri til fjárfestinga fer allt í bál og brand. Þá mega opinber fyrirtæki allt í einu ekki athafna sig á þessu sviði fyrir Sjálfstæðisfloknum. Eitthvað vantar upp á heilindin í umræðunni innan flokksins.

Menn hafa farið offari í þessu máli og ég óttast líka að hér sé um vissa siðblindu að ræða. Niðurstaðan er því sú a málið sé allt í uppnámi og að nýi borgarstjórnarmeirihlutinn verði að fara að lögum. Annars hafa vinstriflokkarnir og hin mæta Margrét Sverrisdóttir látið Framsóknarflokkinn gleypa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband