Hamskiptin - krefjandi sýning

Í kvöld sáum við hjónin ásamt vinahjónum Hamskiptin eftir Kafka, makalaust stórkostlega sýningu og krefjandi fyrir hugann.

Smásaga Kafka brýtur til mergjar yfirborðsmensku og ráðaleysi safélags þegar aðstæður breytast þannig að fólk fær ekki valdið þeim. Þá þykir sumum betra að horfast ekki í augu við veruleikann.

Leikurinn var frábær og hljóðmyndin góð. Lokatónarnir voru þó leikstjóranum til skammar. Hvers vegna þarf að notast við fremur lélegan, amerískan poppara sem syngur á ensku? Frans Kafka var þýskur og leikritið sett upp í íslensku leikhúsi. Eða var þetta ábending til íslenskra áhorfenda um raunveruleikann sem við horfumst í augu við þessa dagana, að íslenskan sé orðin úrelt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband